Meiriháttar veruleikafirring!!!

Aum voru orð Ingibjargar Sólrúnar á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina.  Hún afneitar allri ábyrgð á stöðu dagsins og hefur þó verið í ríkisstjórn í eitt og hálft ár.

Fróðlegt að bera þau orð saman við orð Jóns Sigurðssonar fyrrum krataráðherra og núverandi formanns stjórnar Fjármálaeftirlitsins en hann sagði í kastljósi að eftirlitstæki FME hefðu verið i lagi í öllu venjulegu árferði.

Þetta sem Jón Sigurðsson kallar venjulegt árferði fór ekki að breytast fyrr en við Framsóknarmenn hættum í ríkisstjórn.  Öll ábyrgð á því að eftirlitstækin hafi ekki virkað er því á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar - ekki síst Samfylkingar.

Sama hvar á málið er litið, varnarorð Seðlabanka, erlendar úttektir og lausafjárþurrð - allt á tíma Samfylkingar.  Ingibjörg sagði hins vegar margsinnis að hér væri ekki kreppa.

Það hefur margt fallið á undarförum mánuðum en ekkert svipað og trúverðugleiki Ingibjargar Sólrúnar og Samfylkingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband