Grein úr Skessuhorni.

Eftirfarandi grein birtist í Skessuhorni um miðja viku,

 

Framsóknarflokkurinn í Borgarbyggð lítur björtum augum til framtíðar. Borgarbyggð á alla möguleika að verða til fyrirmyndar með réttri forgangsröðun og góðri nýtingu tækifæra. Fortíðin er á margan hátt grimm og þó það henti Framsóknarflokknum vel að velta sér upp úr mistökum annarra flokka þá skiptir það íbúa mestu máli að kjósa flokk sem hefur skýra sýn til framtíðar og er tilbúinn að taka á með íbúum, fyrirtækjum og stofnunum við uppbyggingu.

 

 

Framsóknarflokkurinn hefur lýst því hvernig með aukinni markaðssetningu megi laða hingað fólk og fyrirtæki, hvernig vanda skuli ákvarðanatöku og nauðsyn þess að standa vörð um starf grunn- og leikskóla.  Þess til viðbótar vill Framsóknarflokkurinn leggja áherslu á öfluga félagsþjónustu á erfiðum tíma og fjölskylduvænt umhverfi.

Félagsþjónusta og fjölskylduvænt umhverfi eru í raun af sama meiði.  Félagslegt öryggisnet sveitarfélagsins er ætlað til að aðstoða þá sem af einhverjum ástæðum verða undir og geta ekki án aðstoðar tekið virkan þátt í leik og starfi.  Á sama hátt er fjölskylduvænt umhverfi skilgreining á því að íbúar óttist ekki á erfiðum tímum að grunnþjónustan bresti þó hún e.t.v. breytist.  Hér verður alltaf góður grunnskóli, hér verður alltaf góður leikskóli og það verður áfram félagsþjónusta við aldraða.  Það að íbúar séu öruggir um að hafa þessa grunnþætti í lagi veitir ákveðna lífsfyllingu, nóg er nú samt.

Fulltrúar Framsóknarflokksins munu fara fyrir í jákvæðum málflutningi á næstu árum. Við munum byggja upp. Við munum vinna á fjármálum sveitarfélagsins. Við munum glæða lífið gleði og von með því að virkja það góða.

Fulltrúar Framsóknarflokksins lifa eftir því „…að sá sem vill, finnur leið, sá sem vill ekki, finnur afsökun..“

Framsóknarflokkurinn vill vinna með þér… við að byggja betra samfélag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband