Næstu fjögur árin.

Á morgun ræðst hverjir skipa sveitarstjórn Borgarbyggðar næstu fjögur árin. Ánægjulega margir vilja komast í þessi níu sæti sem í boði eru. Fimm listar eru í kjöri og allir þétt skipaðir góðu fólki sem vill vel.

Ég skipa þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins og tvísýnt hvort ég haldi sæti mínu í sveitarstjórn. Ég er óþreyttur og tel mig hafa mikið að gefa til uppbyggingar í samfélaginu.

Ég átti góð en erfið fjögur ár í hreppsnefnd Borgarfjarðarsveitar. Við unnum okkur út úr erfiðleikum og skiluðum góði búi inn í sameinað sveitarfélag.

Síðustu fjögur árin hef ég unnið heilt í sveitarstjórn Borgarbyggðar.  Ekki alltaf farið troðnar slóðir og verið óhræddur við að gagnrýna.  Jafnframt hef ég einn sveitarstjórnarfulltrúa séð ástæðu til að biðja afsökunar á ákveðnum ákvörðunum.

Nú eru erfiðir tímar þar sem nauðsynlegt er að saman fari ábyrgð, reynsla og þor. Ég hef töluvert af þessu öllu og er reiðubúin að nýta það til uppbyggingar í okkar góða sveitarfélagi.

Ágæti íbúi Borgarbyggðar.  Kann ekki að vera að þú og Framsóknarflokkurinn eigið samleið á morgun? Með því gætir þú lagt mér lið í erfiðri baráttu á morgun.

Vinnum saman að því að byggja betra samfélag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband