Morgunstund...þið vitið hvað

Vaknaði frekar snemma, úthvíldur og tilbúin í átök dagsins. Hestarnir voru fegnir að komast út og fá morgungjöfina í gerðinu.  Ótrúlega ömurleg þessi hestapest.

Rölti í garðinn og sá að kartöflugrösin eru farin að kíkja vel upp úr moldinni.  Það er ég viss um að er gott merki fyrir úrslit dagsins i dag.  Ef þú vandar þig þá uppskerðu.  Við vönduðum okkur Framsóknarmenn - og vonandi verða margir til að finna samleið með okkur í dag og næstu árin.

Kosningabaráttan var mun rólegri en fyrir fjórum árum. Hún var ekki nærri eins persónuleg og kjósendur vildu gjarnan tala við okkur frambjóðendur.  Hins vegar finnur maður líka ótrú.  Get vel skilið að sumir eru búnir að fá nóg af okkur.  Nú verðum við stjórnmálamenn að standa okkur, hvar sem við stöndum í flokki.

Sigurbjörg í Raunanesi á afmæli í dag og bauð öllum vinum sínum með á Hafnarfjallið. Vonandi fara margir með henni á toppinn.  Ég verð að vera heima - enda stefni ég á enn hærri tind í dag.  Ég ætla að klífa kosningatindinn og vonandi mun fáni Framsóknarflokksins blakta sem aldrei fyrr á þeim toppi.

Kæru lesendur.  Vona að þið hugsið fallega til okkar Framsóknarmanna í dag.  Í hjörtum okkar er von og trú. Þó peningar séu af skornum skammti þá höfum við þó tvær hendur til að láta óskir okkar rætast.  Við erum tilbúnir.

KOMA SVO.....


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband