Þjónusta og fleira fólk!

Nú líður að því að til verði nýtt sveitarfélag hér í Borgarfirði þegar Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur og Kolbeinsstaðahreppur sameinast.  Sveitarfélagið hefur alla burði til að verða sterkt og þjónusta íbúa sína vel, svo vel að íbúum muni fjölga.  Gerist það munu ný fyrirtæki líta til þess að byggja hér upp framtíð sína.  Þetta höfum við séð gerast á öðrum stöðum á landinu og þetta eigum við að láta gerast hér.  Til þess að þetta takist þarf ný sveitarstjórn að vera meðvituð um að hér er verið að sameina ólík samfélög en það þarf að gæta þess vel að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn.  Um leið og við eigum að varðveita fjölbreytileikann og njóta góðs af honum s.s. sterkum þéttbýliskjarna og blómlegum sveitum og háskólaþorpum þá þarf öll þjónusta að taka mið af þessum fjölbreytileika.  Hún á ekki að vera misjöfn heldur sambærileg.  Reglur um þjónustu og aðstoð þurfa að vera skýrar en samt að taka mið af ólíku samfélagi.  Þetta er nauðsynlegt til að tryggja að hjörtu íbúanna slái í takt og þeir finni og heyri þann samhljóm sem hverju samfélagi er nauðsynlegur.  Dæmi um misjafnt þjónustustig í hinu nýja sveitarfélagi er í leikskólamálum.  Íbúar Borgarfjarðarsveitar eru vanir því að koma börnum sínum á leikskóla við 18 mánaða aldur og oft eru börnin yngri þegar þau koma á leikskóla.  Þessu eru menn ekki vanir í Borgarbyggð þar sem því miður hefur þekkst biðlisti fyrir tveggja ára börn.  Framsóknarmenn hafa metnað til að viðhalda þjónustustiginu eins og það er best.  Því stefnum við ótrauðir á að tryggja leikskólarými fyrir öll börn, átján mánaða og eldri.

Kveðja Sveinbjörn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband