Gæsilegt stjórnsýsluhús í Borgarnesi

Góðan daginn sveitungar.

Ég átti ánægjulega stund með mörgum sveitungum á laugardaginn síðasta þegar vígt var nýtt stjórnsýsluhús í Borgarnesi.  Ljóst er að með hini nýju aðstöðu verður mun rýmra um alla starfsemi og ekki síst má taka vel á móti þeim sem erindi eiga við stjórnsýsluna.  Ný og/eða bætt aðstaða verður fólki hvatning til enn betri verka og ég trúi því að það gerist í okkar nýja húsi.

Samhliða vígslu var opnuð ljósmyndasýning úr safni athafnamannsins Sigvalda Arasonar sem hefur komið að flestum stærstu verkefnum í Borgarnesi undanfarin 50 ár.  Ég hvet sem flesta til að skoða þessa sýningu því hún gefur gott yfirlit yfir hvað hefur breyst í Borgarnesi undanfarna áratugi.

Þá afhentu börn Halldórs E. Sigurðssonar fyrrum ráðherra og alþingismanns og umfram allt fyrsta sveitarstjóra í Borgarnesi málverk af föður sínum.  Málverkinu hefur verið valinn staður í móttöku hússins.  Á það vel við að Halldór vaki yfir þeim sem þar koma og þeim sem þar vinna.  Þannig var Halldór alla tíð, vakinn og sofinn yfir velferð Borgnesinga.

Þegar ég dvaldi í húsinu og lét mig dreyma undir seiðandi tónlist frá Gunnari Ringsted og félaga hans þá gerði ég mér grein fyrir að því fylgir mikil ábyrgð að stjórna nýju sveitarfélagi.  Þá ábyrgð er ég tilbúinn að axla og vona að Framsóknarflokkurinn fái til þess nægan stuðning

Kveðja Sveinbjörn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband