Hvers eiga Borgfirðingar að gjalda?

 

Á skessuhorni.is má þessa dagana lesa frétt um leikskólamál í Hvalfjarðarsveit og grein Bjargar Ólafsdóttur um leiksvæði grunn- og leikskólans á Varmalandi í Borgarbyggð.

Björg lýsir baráttu kennara og foreldra á Varmalandi við að fá fram nauðsynlegar breytingar á leiksvæði barnanna og hvers vegna nauðsynlegt reyndist að fá utanaðkomandi aðila til að gera öryggisúttekt á leiksvæðunum.  Ljót saga og ekki til eftirbreytni.

Í frétt um viðbyggingu við leikskólann Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit er viðtal við leikskólastjórann Sigurð Sigurjónsson.  Þar segir m.a.  “...Sigurður sagði einungis eitt ár liðið frá því hann vakti athygli sveitarstjórnar á því að leikskólinn væri sprunginn og hrósaði þessum skjótu viðbrögðum”.

Þessi örlitli samanburður ætti að kenna meirihlutanum í Borgarbyggð önnur og betri vinnubrögð.  Ég hef hins vegar áhyggjur af því að það verði ekki, því miður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband