Grunnskóli Borgarfjarðar - skólaslit

Það er alltaf ánægjulegt að vera við skólaslit.  Árangur vetrarins uppskorinn, gleði í hvers manns andliti og mæting er alltaf góð.

Guðlaugur skólastjóri flutti ágæta ræðu um gildi skólastarfs og hversu fjölbreytt það er.

Kennarar kölluðu á nemendur upp í kórinn og afhentu vitnisburð vetrarins.  Undantekningalaust voru börnin kurteis og heimili sínu til sóma.

Hluti skólastarfs og ekki sá veigaminnsti er óhefðbundinn.  Hann felst í leiklist, félagsmálum og almennum samskiptum.  Ég hef oft verið vitni að því að sá þáttur er í góðu lagi í Borgarfirði og þessir krakkar hafa oftar en ekki komið manni á óvart með glæsilegum sýningum, bæði á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri.

Reykholtskirkja er metfé fyrir Borgarfjörðinn.  Að hafa slíkt hús er ómetanlegt og hafi þeir sem höfðu metnað og dug til þeirrar byggingar ómælda aðdáun mína.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband