Borgfirðingarhátíð

Nú er fjörið byrjað.  Við konan og Ragnheiður elsta dóttir okkar gengum á Eldborg með góðu fólki í kvöld.  Veðrið yndislegt og gangan ekki erfið.  Mig hefur lengi langað að ganga á Eldborg en ekki látið verða af því fyrr.

Eins og alltaf var gaman að koma að Snorrastöðum, ekki vantar gestrisnina á þeim bæ.

Í stofunni hjá Hauki var m.a. rætt um næsta forseta.  Ef marka má þær hugmyndir sem þar komu fram er ljóst að það verður hressileg kosningabarátta.

Hvet alla til að taka þátt í hátíðinni. Leyfi mér sérstaklega að benda á furðufótbolta á Hvanneyri á sunnudaginn.


Grunnskóli Borgarfjarðar - skólaslit

Það er alltaf ánægjulegt að vera við skólaslit.  Árangur vetrarins uppskorinn, gleði í hvers manns andliti og mæting er alltaf góð.

Guðlaugur skólastjóri flutti ágæta ræðu um gildi skólastarfs og hversu fjölbreytt það er.

Kennarar kölluðu á nemendur upp í kórinn og afhentu vitnisburð vetrarins.  Undantekningalaust voru börnin kurteis og heimili sínu til sóma.

Hluti skólastarfs og ekki sá veigaminnsti er óhefðbundinn.  Hann felst í leiklist, félagsmálum og almennum samskiptum.  Ég hef oft verið vitni að því að sá þáttur er í góðu lagi í Borgarfirði og þessir krakkar hafa oftar en ekki komið manni á óvart með glæsilegum sýningum, bæði á Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri.

Reykholtskirkja er metfé fyrir Borgarfjörðinn.  Að hafa slíkt hús er ómetanlegt og hafi þeir sem höfðu metnað og dug til þeirrar byggingar ómælda aðdáun mína.

 

 


Bloggfærslur 7. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband