Guðlaugur Þór í "góðum" málum!!!

Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra er á margan hátt athyglisverður einstaklingur.  Ég velti hins vegar fyrir mér hvort margt sem hann lætur út sér sé mjög vel grundað.

Hann var í viðtali á Bylgjunni í morgun.  þar var hann spurður um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu t.d. á Suðurnesjum. 

Guðlaugur kannaðist ekki við neinn niðurskurð.  Hins vegar kannaðist hann við að stofnunum hafi verið skrifað og þær beðnar um hugmyndir!!!  Hugmyndir, já einmitt.

Er Guðlaugur að ýja að því að meðferð stofnana á fé sé með þeim hætti að það þurfi bara góðar hugmyndir og þá sé hægt að spara fé en viðhalda þjónustustigi????

Þetta verður Guðlaugur Þór að skýra betur fyrir þjóðinni - allavega fyrir mér.


Framsókn og EB

Ég sat miðstjórnarfund flokksins um daginn.  Er reyndar ekki fulltrúi í miðstjórn og gat því ekki samþykkt (eða hafnað) þær tillögur sem þar komu fram.  Tillagan sem samþykkt var á fundinum var svohljóðandi:

 "Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins haldinn 15. nóvember 2008 samþykkir að flokksþingi Framsóknarflokksins verði flýtt og það haldið í janúar 2009. Fyrir þingið verði lögð tillaga þess efnis að gengið verði til aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

Afdráttarlaus afstaða stjórnmálaflokks til jafn mikilvægs álitaefnis verður að byggja á sem breiðustum grunni og það fæst einungis með umfjöllun, afgreiðslu og atkvæðagreiðslu í æðstu stofnun flokksins."

Svo mörg voru þau orð.  Núna bíður það flokksþings að ræða þetta mál og afgreiða.  Ég hef þá trú að sú tillaga verði felld.

Auðvitað eru ekki allir flokksmenn sammála mér og ég verða bara að búa við það í lýðræðislegri fjöldahreyfingu.

Ég er hins vegar ekki sáttur við hvernig starfandi formaður flokksins túlkar samþykkt þessarar tillögu á bloggi sínu eins og lesa má á meðfylgjandi hlekk http://www.valgerdur.is/index.php?pid=19&cid=835 

Ég er alls ekki sammála þeirri túlkun Valgerðar að ".... Framsóknarflokkurinn hafi tekið þá afstöðu að stefna að aðildarviðræðum við Evrópusambandið..."

Framsóknarflokkurinn sem ég er í hefur ekki tekið aðra afstöðu en að ræða þetta eins og sjá má í samþykkt miðstjórnar.

Er ég kannski ekki sama Framsóknarflokki og Valgerður? 

 


EB og krónan

Öll umræða um EB-aðild og gjaldmiðil er að mínu mati marklaus um þessar mundir.

EB-sinnar "misnota" efnahagsástandið málefninu til framgangs.  Þó er það vitað að EB-aðild kemur ekki til greina fyrr en við höfum náð tökum á ástandinu.  Þegar það gerist verður ekki sama ástæða til að tala niður krónuna.

Á sama tíma eru EB-andstæðingar, eins og ég, fullir fordóma á afleiðingum inngöngu.  Sjálfstæðið glatað - auðlindirnar fara úr okkar umsjá - Brussel tekur völdin.

Velti því fyrir mér hvernig almenningur getur tekið hlutlausa afstöðu þegar þannig er varið.

Umræðan er annarsvegar MEÐ og hins vegar Á MÓTI.  Það er enginn sem veltir fyrir sér hlutlaust kostum og göllum.

Á meðan svo er þá er ekki von á góðu.  Er einhver von til þess að það breytist??


Meiriháttar veruleikafirring!!!

Aum voru orð Ingibjargar Sólrúnar á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina.  Hún afneitar allri ábyrgð á stöðu dagsins og hefur þó verið í ríkisstjórn í eitt og hálft ár.

Fróðlegt að bera þau orð saman við orð Jóns Sigurðssonar fyrrum krataráðherra og núverandi formanns stjórnar Fjármálaeftirlitsins en hann sagði í kastljósi að eftirlitstæki FME hefðu verið i lagi í öllu venjulegu árferði.

Þetta sem Jón Sigurðsson kallar venjulegt árferði fór ekki að breytast fyrr en við Framsóknarmenn hættum í ríkisstjórn.  Öll ábyrgð á því að eftirlitstækin hafi ekki virkað er því á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar - ekki síst Samfylkingar.

Sama hvar á málið er litið, varnarorð Seðlabanka, erlendar úttektir og lausafjárþurrð - allt á tíma Samfylkingar.  Ingibjörg sagði hins vegar margsinnis að hér væri ekki kreppa.

Það hefur margt fallið á undarförum mánuðum en ekkert svipað og trúverðugleiki Ingibjargar Sólrúnar og Samfylkingarinnar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband