Sveitarstjórnarkosningar

Ágætu vinir.

Nú styttist verulega í sveitarstjórnarkosningar.  Framsóknarmenn eru tilbúnir og hafa lagt fram stefnuskrá.  Eins og áður er sú stefnuskrá raunsæ og tekur mið af aðstæðum.

Framsóknarmenn leggja mesta áherslu á 5 liði en þeir eru:

1.         Aukin markaðssetning – aukin atvinna.

2.         Standa vörð um innra starf grunn- og leikskóla.

3.         Vönduð ákvarðanataka – virkt fjárhagseftirlit.

4.         Öflug félagsþjónusta á erfiðum tímum.

5.         Fjölskylduvænt umhverfi.

Með aukinni markaðssetningu viljum við kynna sveitarfélagið sem vænlegan kost til atvinnuuppbyggingar og til búsetu. Borgarbyggð hefur marga góða kosti og þeim verður að koma á framfæri þannig að eftir verði tekið.

Engan frekari afslátt má gefa á innra starfi grunnskólanna.  Nú þegar hefur verið sparað verulega í þeim málaflokki eins og flestum öðrum.  Lengra verður vart gengið nema tekin sé veruleg áhætta á að börnin okkar verði á eftir.

Í hverjum mánuði verður að taka margar ákvarðanir er snerta framtíð íbúa, atvinnu og stofnana.  Nú sem aldrei fyrr verður að vanda þessa ákvarðanatöku og forgangsraða.  Samhlið verður að fylgja virkt fjárhagseftirlit til að tryggja stöðugleika.

Félagsþjónustan er stór hluti þess öryggisnets sem sveitarfélagið veitir þegnum sínum.  Minnstur samdráttur hefur verið þar á þessum erfiðu tímum enda nauðsynlegt að vakta velferð íbúa og tryggja þeim lágmarks félagslegan og fjárhagslegan stuðning.

Fjölskylduvænt umhverfi er víðtækt hugtak og tekur á innra og ytra umhverfi, hvort sem eru stofnanir, umgjörð eða umhverfið sjálft. Öryggistilfinning íbúa markaðst af því að þessi umgjörð sé í lagi.

Kæru vinir.  Það er von mín að við eigum samleið í næstu kosningum.

Að öðru leyti má sjá stefnuskrá flokksins á meðfylgjandi slóð.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband