Heiðarleg barátta

Úrslit urðu nokkuð skýr í póstkosningunni.  Gunnar Bragi hlaut afgerandi kosningu í fyrsta sætið sem er mjög gott veganesti fyrir hann og flokkinn í baráttunni sem framundan er.

Guðmundur Steingrímsson fær fína útkomu.  Það er ekki hver sem er sem stekkur inn í heilagt vígi Framsóknarmanna og nær að hrífa menn með sér eins og hann gerði.  Spái vel fyrir honum í framtíðinni.

Sindri er einn af þessum blindöruggu mönnum sem lítt fær haggað.  Stöðugt að eflast í sínu starfi og hefur á mörgum stöðum verið trúað fyrir verkefnum.  Hann verður drjúgur í baráttu og starfi.

Elín er eins og sagt var um Steingrím í gamla daga, "kletturinn í hafinu".  Vinnur vel að sínu og er hörkudugleg.  Það er ómetanlegur eiginleiki.

Höllu Signý þekki ég minnst.  Hún var vösk á fundunum og hennar leið er bara upp á við.

En í þessu prófkjöri eins og öðrum verða menn að bíta í það súra epli að ná ekki öllu sem stefnt er að.  Ég vil hins vegar þakka frambjóðendum, öllum sem einum, fyrir dregnilega baráttu.  Hún var heiðarleg og skemmtileg eins og ég upplifði hana.  Við í kjörnefnd áttum mjög gott samstarf við alla frambjóðendur, sem var mjög gott en ekki sjálfgefið.

Ég býð Kristinn H. velkominn í flokkinn eins og alla aðra.  Nú þegar hann verður orðinn "venjulegur" Framsóknarmaður eins og ég og fleiri þá hlakka ég til að starfa með honum á fundum og þingum.  Verð að viðurkenna að mér finnst sýn hans á mörg mál bæði skynsamleg og skemmtileg og fagna því að eiga von á honum þar sem við komum saman.

Mér finnst ekki ástæða til að gera lítið úr árangri hans í þessari kosningu.  Miklu nær væri að skoða hvað hann fékk þó af atkvæðum því ég þykist vita að hann hafi lítt eða ekki beitt sér í baráttunni.


mbl.is Gunnar Bragi sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband