Samvinnuhugsjónin

Ég var á skemmtilegum fundi í gærkvöldi.  Nemendafélag Landbúnaðarháskóla Íslands stóð fyrir honum og þar mættu fulltrúar helstu þingflokka landsins.

Eygló Harðardóttir var fulltrúi okkar Framsóknarmanna.  Í inngangsorðum gerði hún grein fyrir því hvernig hugsjónir flokksins samtengdust hugsjónum samvinnustefnunnar.  Fyrir fáeinum mánuðum hefði slík framsaga verið púuð niður.  En aldeilis ekki í gærkveldi.  Fundinum líkaði þetta vel.

Það fundu aðrir framsögumenn og bæði Kjartan Ólafsson og Steingrímur J. reyndu að sýna fram á að Framsóknarflokkurinn hefði ekki einkarétt á þessum hugsjónum. 

Öðruvísi mér áður brá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband