24.11.2008 | 11:51
Framsókn og EB
Ég sat miðstjórnarfund flokksins um daginn. Er reyndar ekki fulltrúi í miðstjórn og gat því ekki samþykkt (eða hafnað) þær tillögur sem þar komu fram. Tillagan sem samþykkt var á fundinum var svohljóðandi:
"Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins haldinn 15. nóvember 2008 samþykkir að flokksþingi Framsóknarflokksins verði flýtt og það haldið í janúar 2009. Fyrir þingið verði lögð tillaga þess efnis að gengið verði til aðildarviðræðna við Evrópusambandið.
Afdráttarlaus afstaða stjórnmálaflokks til jafn mikilvægs álitaefnis verður að byggja á sem breiðustum grunni og það fæst einungis með umfjöllun, afgreiðslu og atkvæðagreiðslu í æðstu stofnun flokksins."
Svo mörg voru þau orð. Núna bíður það flokksþings að ræða þetta mál og afgreiða. Ég hef þá trú að sú tillaga verði felld.
Auðvitað eru ekki allir flokksmenn sammála mér og ég verða bara að búa við það í lýðræðislegri fjöldahreyfingu.
Ég er hins vegar ekki sáttur við hvernig starfandi formaður flokksins túlkar samþykkt þessarar tillögu á bloggi sínu eins og lesa má á meðfylgjandi hlekk http://www.valgerdur.is/index.php?pid=19&cid=835
Ég er alls ekki sammála þeirri túlkun Valgerðar að ".... Framsóknarflokkurinn hafi tekið þá afstöðu að stefna að aðildarviðræðum við Evrópusambandið..."
Framsóknarflokkurinn sem ég er í hefur ekki tekið aðra afstöðu en að ræða þetta eins og sjá má í samþykkt miðstjórnar.
Er ég kannski ekki sama Framsóknarflokki og Valgerður?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.