20.6.2007 | 14:44
Deilur í byggðaráði - Algerlega óþarfar
Byggðaráð Borgarbyggðar réð í dag Ingibjörgu Ingu Guðmundsdóttur frá Brekkukoti sem skólastjóra Varmalandsskóla. Ingibjörg Inga er mjög góður kostur og bíð ég hana hjartanlega velkomna til starfa og vænti mikils af henni.
Samt gat ég ekki greitt því atkvæði að hún yrði ráðin og fannst mjög miður. Ástæða þess er hvernig staðið var að undirbúningu ráðningar, meðferð umsókna og framlagningu gagna í byggðaráði.
Í fyrsta lagi var þess ekki getið í dagskrá með fundarboði að til stæði að taka umsóknirnar fyrir né heldur fylgdu þær í gögnum með fundarboði. Í dagskrá sem fylgdi fundarboði var einungis sagt að framlagt yrði minnisblað sveitarstjóra. Það var gert en í því var hvergi minnst á stöðu skólastjóra á Varmalandi.
Í annan stað sá ég ekki umsóknir um stöðuna fyrr en kl 17:00 í gær (í upphafi minnihlutafundar) eða réttum 15 klukkustundum áður en fundur byggðaráðs hófst. Sá tími nýttist ekki til að fara yfir þessar umsóknir og meta hæfni umsækjanda svo maður tali nú ekki um að hafa samband við meðmælendur.
Meirihlutinn vísaði til umsagnar fræðslunefndar um umsækjendur en hvorki fundargerð fræðslunefndar eða umsögn nefndarinnar lá fyrir á fundi í morgun.
Meirihlutinn vísaði til viðtala sem sveitarstjóri og fræðslustjóri höfðu átt við umsækjendur en ekkert minnisblað lá frammi á fundinum eða skrifleg umsögn þeirra.
Með vísan í ofanritað var mér "lífsins ómögulegt", eins og ég segi í bókun minni, að standa að ráðningunni, hversu mikið sem mig langaði til þess.
Mér finnast þessi vinnubrögð óvirðing við byggðaráð og mér finnast þessi vinnubrögð ekki síður óvirðing við umsækjendur sem allir voru hæfir, eftir því sem fram kom á fundinum.
Fyrir réttu ári réðum við síðast skólastjóra að Varmalandi. Þá var ferillinn annar og betri og því brá mér ekki vara við að ég yrði settur í þessa stöðu. Ef sömu vinnubrögð hefðu verið viðhöfð núna hefði aldrei þurft að koma til þessarar deilu. Af þessu verða menn að læra og vanda sig í framtíðinni.
Til að forðast allan misskilning finnst mér Ingibjörg Inga góður kostur í þessa stöðu og hef þegar hringt í hana og óskað henni til hamingju en jafnframt gert henni grein fyrir hvers vegna ég sat hjá við ráðninguna
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:51 | Facebook
Athugasemdir
Hmm.....eg var bedin ad koma a fund og kom med ymsar tilllogur, reyndar mætti FR ekki a fundinn tann. Sidan hef eg ekki heyrt meira eda sed stefnuna, sem eg byst vid ad beri tess merki hvernig og hverjir unnu hana. Tad er heldur ekki nog ad setja fram stefnu en hafa enga framkvæmdaaætlun i huga eins og svo oft er. Amk hefur Borgarbyggd ad tvi er eg best veit hafnad samstarfi vid Rauda krossinn sem er kominn med verkefnastjora i Borgarnesi. Arg... eg tarf lengri tima til ad ræda tessi mal, er hvort ed er fjarri ......
Guðrún Vala Elísdóttir, 20.6.2007 kl. 14:55
Er þetta sama Ingibjörg Inga sem bjó á Tálknafirði og er gift Sigurði Magnússyni Smið?
Ef svo er, þa´eru menn afar heppnir um ráðningu. Sú Ingibjörg er manna best í samstarfi við börn og ungmenni, fær þau í lið með sér og hefur hvetjandi og góð áhrif á þau.
Hún var íþróttakennari með meiru barna minna á Tálknó og fórst öll þau störf með ágætum.
Miðbæjaríhaldið
fyrrum Tálkanfjarðaríhald
Bjarni Kjartansson, 21.6.2007 kl. 08:55
Þetta er einmitt Ingibjörg Inga sem hefur lengi starfað með ágætum á Tálknafirði. það er tilhlökkunarefni að fá hana aftur heim.
Sveinbjörn Eyjólfsson (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 10:45
ups athugasemdin atti ad vera vid greinina um innflytjendur.....
Guðrún Vala Elísdóttir, 24.6.2007 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.