Flugvellir í Borgarfirði

Nú liggur á borði sveitarstjórnar samningsuppkast við Flugstoðir um lagfæringar á flugvellinum í Borgarnesi og viljayfirlýsing um að flugklúbbnum Kára verði falin rekstur hans.

Ég fékk mér bíltúr til að skoða mannvirkið.  Ótrúlega hrörlegt og að hluta að hverfa í mýrina. 

Velti fyrir mér hvað sé hægt að gera fyrir 14 milljónir þannig að þetta mannvirki verði nothæft.

Velti líka fyrir mér hver stefna sveitarfélagsins er varðandi flugvelli.  Hún er engin og ekki nema von í sjálfu sér. 

Vð gerð aðalskipulagsins verður að fara yfir þann málaflokk í heild sinni.

Á sveitarstjórnarfundi í gærkveld kom fram að svæðið í Borgarnesi er ekki einusinni deiliskipulagt.  Sýnir áhersluna sem hefur verið á málaflokknum.

Vegna ýmissa atriða er varða skipulag og landnýtingu ákvað ég að sitja hjá.  Ég er einhvern veginn þannig að ég vil helst vita hvað ég er að samþykkja. 

Trúlega hið besta mál en jafnvel þó það sé ekki nema mánuður í kosningar þarf það ekki endilega að þýða að allt þurfi að ganga af göflunum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband