Ánægjulegur dagur

Sæl öll.

Við Framsóknarmenn höfum átt ágætan dag.  Við hófum daginn á Hvanneyri en fluttum okkur niður í Borgarnes um hádegi.  Við fórum í mörg fyrirtæki, stór og smá og áttum ágætar stundir með íbúum.

Seinni partinn hélt Klara mín upp á afmælið sitt, þó sjálfur afmælisdagurinn sé löngu liðinn.

Rúmlega kvöldmat gengum við frambjóðendur um nokkrar götur í Brgarnesi og spjölluðum við kjósendur um heima og geima.  Hér með þakka ég góðar móttökur sem við fengum hvarvetna.

Þá var mikið umleikis á skrifstofunni og fjöldi af fólki sem leit við til að gefa góð ráð eða hjálpa til við hin mörgu störf sem falla til í baráttunni.

Nú er bara sjálfur kosningadagurinn eftir og svo vonandi spennandi kosninganótt.  Sú síðasta í Borgarnesi var bísna spennandi og gaman væri nú að þessi yrði það líka.

Minni á góðan morgunmat á skrifstofunni í fyrramálið og svo kaffi allan daginn.

Kveðja Sveinbjörn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband