Hvar var fólkið?

Mikil umræða hefur verið í Borgarbyggð um álögur tengdar fasteignum.  Þær hafa hækkað mjög mikið á undanförnum árum.  Það á fyrst og fremst við fasteignatengdu gjöldin s.s. vatnsgjald og fráveitugjald.  Álagningarhlutfall fasteingaskatts hefur heldur lækkað ef litið er til lengri tíma en þar sem fasteignamatið hefur hækkað mjög mikið á svæðinu þá hafa álögur aukist.

Þar sem vitað var að þessi mál yrðu til umræðu á sveitarstjórnarfundi í gær bjóst ég við að íbúar myndu koma og hlusta á málflutning fulltrúanna.

Það kom enginn.  Alls enginn.

Umræðan var hins vegar ágæt og sveitarstjórnarmenn sammála um að vísa málinu til byggðaráðs til frekari skoðunar. 

Vonandi verða menn sammála að lokum um að stilla álögum í hóf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki orðið þannig að fólk bíður bara eftir því að fundargerðirnar fari á netið.

Kv. 

Axel Kára 

Axel Kárason (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband