Rígmontinn pabbi

Í gær var ég viðstaddur stóru upplestrarkeppnina á Varmalandi.  Þar komu fulltrúar fimm skóla á Vesturlandi og lásu texta og ljóð fyrir áheyrendur og dómara. 

Krakkarnir voru yndisleg og lásu hvert öðru betur.  Þau höfðu sýnilega lagt mikla vinnu í undirbúning og leikrænir tilburðir þeirra glöddu alla viðstadda.

Eins og í flestum keppnum stendur einn uppi sem sigurvegari og í þetta sinn var það dóttir mín Klara sem þótti skara fram úr.  Það var rígmotninn pabbi sem sat úti í sal þegar úrslit voru tilkynnt. 

Ég var alveg sammála dómnefndinni, en kannski ekki hlutlaus.

Lífið er ekki alltaf vonbrigði.

Klara og tvistur 1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband