Ingunn í frí

Á fundi sveitarstjórnar í gær var lagt fram bréf frá Ingunni Alexandersdóttur þriðja manni sjálfstæðisflokksins þar sem hún óskar eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn til 1. september nk.  Engin ástæða var gefin upp í bréfinu en leiða má að því líkur að húsbygging og búferlaflutningar og uppbygging nýs leikskóla spili þar inn í.

Ég mun sakna Ingunnar þennan tíma.  Ingunn sýndi snarpa spretti í kosningabaráttunni og hélt m.a. úti heimasíðu þar sem hún skammaði andstæðinga sína, sérstaklega mig.  Hvort sem skammirnar áttu rétt á sér, kann ég alltaf að meta það þegar gagnrýni er sett fram opinberlega þannig að hægt er að svara þeim.  Miklu verri eru þeir sem læðast með veggjum og dreifa óhróðri í skjóli nafnleyndar.  Þeir eru smámenni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband