9.3.2007 | 09:10
Af bílaþvottaplani
Undanfarin ár hefur ekki verið almenn aðstaða til að skola af bílum í Borgarnesi. Olíufélög hafa gjarnan boðið upp á þessa aðstöðu í tengslum við sína þjónustu en engu slíku hefur verið til að dreifa í Borgarnesi, þrátt fyrir töluverðan þrýsting almennings.
Á fundi umhverfisnefndar nú nýlega lagði Jenný Lind Egilsdóttir fulltrúi Framsóknarmanna fram tillögu um að leitað verði samstarfs við Orkuveitu Reykjavíkur um að koma upp bílaþvottaplani í Brákarey í tengslum við hreinsistöð sem það á að rísa. Fín tillaga og þörf.
Á sveitarstjórnarfundi í gær kom síðan fram tillaga frá Sigríði Björk Jónsdóttur fulltrúa Borgarlistans um að umhverfisfulltrúa sveitarfélagsins yrði falið að skrifa olíufélögunum og kanna áhuga þeirra á að veita þessa þjónustu. Sú tillaga er auðvitað skilgetið afkvæmi tillögu Jennýjar.
Gott hjá þér Jenný. Haltu bara áfram að fá góðar hugmyndir því þó meirihlutinn geri sitt til að eigna sér þær þá er alltaf gott að vita hvaðan þær komu í upphafi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.