Jafnrétti og baráttudagur kvenna

Á sveitarstjórnarfundi Borgarbyggðar í gær var aðeins fjallað um jafnréttismál og hver staða kynjanna er í nefndum og ráðum.  Á baráttudegi kvenna hefði nú verið gaman að vinna með skemmtilegri tölur en þar voru birtar.  Við eigum alltof langt í land til að ná jafnrétti og var þessi samantekt þörf áminning um að gera betur.

Kannski þess vegna var heldur leiðinlegt að á þessum sama fundi þurfti sjálfstæðisflokkurinn að skipta um tvo aðalfulltrúa í nefndum, bæði umhverfisnefnd og í húsnefnd Þinghamars.  Og á baráttudegi kvenna var tveimur konum skipt út fyrir karla. 

Lífið er stundum ekkert nema tóm vonbrigði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband