Ritskoðun?

Sæl öll.

Þegar ég blogga þá gæti ég mín á því að setja ekki þar inn annað en ég er tilbúinn að verja og að mér finnist það innan velsæmismarka.  Eins og ég hef áður sagt getur hún tekið á þessi pólitíska fegurðarsamkeppni en hver er sinnar gæfu smiður.

Ónefndur bloggari sjálfstæðismanna, sem ég nefndi í pistli um að vera sjálfum sér samkvæmur, hefur e.t.v. ekki haft ofangreint í huga þegar hann skrifaði ótrúlega grein um uppháhalds sveitarstjóraefni Framsóknarmanna.  Reyndar er þetta sveitarstjóraefni okkar Framsóknarmanna búið til af sjálfstæðismönnum, trúlega til að koma illa við okkur, hvernig sem á því stendur.

En nú hefur það gerst að pistillinn um sveitarstjóraefnið er horfinn af bloggsíðunni.  Kann það virkilega að vera að sjálfstæðismaðurinn hafi skammast sín og séð að sér, eða var hér á ferðinni venjuleg ritskoðun af hálfu forystunnar?

Spyr sá sem ekki veit.

 Kveðja, Sveinbjörn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband