Blómstrandi menning

Góðan daginn félagar og vinir.

Ég hef oft vitnað til þess á fundum, sérstaklega á vegum Sambands Íslenskra Sveitarfélaga, hversu menning blómstrar hér í Borgarfirði.  Reykvíkingar hafa löngum talið að nafli alheimsins sé einmitt staðsettur þar en ég hef hins vegar bent þeim á að það sé mikill misskilningur.

Í Borgarfjarðarsveit búa um 700 manns, eða álíka og í meðalstórri blokk í Breiðholtinu.  Ég hef beðið þá að nefna mér þá blokk þar sem starfa af krafti þrjú ungmennafélög sem hafa metnað til að setja upp leiksýningar með reglulegu millibili, halda uppi íþróttastarfi og koma veglega að hagsmunamálum íbúa.  Ég hef líka beðið þá að bera saman útgáfu á menningarefni eins og hljómdiskum.  Eiga þeir sinn Bjartmar á Norður-Reykjum, Snorra á Fossum, Bjarna á Hvanneyri, kirkjukór Reykholts- og Hvanneyrarkirkna, Söngbræður og Freyjukór.   Allir þessir aðilar hafa gefið út diska á undanförnu og eflaust gleymi ég einhverjum.

Þessa gleði og þetta áræði þarf að vernda.  Þá er svo miklu skemmtilegra að vera til.

Það sem kveitki í mér að setja þetta á blog var að í gærkveldi heyrði ég nýjan disk Freyjukórsins.  Ég hvet ykkur vinir og félagar til að eignast hann, ásamt öllum hinum diskunum sem ég nefndi.  "Tökum þátt í menningunni, annars verður hún ekki til", sagði góður maður eitt sinn.  Förum að hans ráðum.

Kveðja frá Hvanneyri, Sveinbjörn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband