24.5.2006 | 00:54
Fundur í Borgarnesi
Sælir netverjar.
Fundir okkar frambjóðenda undanfarna daga hafa verið hver með sínu sniði. Fundurinn í Borgarnesi var þeirra fjölmennastur en í raun sá daufasti. Spurningar úr sal voru heldur fáar en flestar þeirra lutu að skipulags og framkvæmdamálum í Borgarnesi.
Ég verð að segja að ég bæði dáðist að og vorkenndi um leið, oddvitum sjálfstæðisflokks og Borgarlista. Þegar þeir svöruðu fyrir framkvæmdaleysi í gatnagerð og göngustígum þá dáðist ég að þeim að hafa vit á að játa á sig alla sök og biðja afsöknunar á sviknum kosningaloforðum fyrri ára en vorkenndi þeim í leiðinni að koma sér í þessa stöðu.
Augljóst er að það þarf að taka til hendinni í Borgarnesi en kann ekki að vera kominn tími til að það verði aðrar hendur en þær sem þannig hafa staðið að verki síðustu fjögur ár?
Ég bara svona spyr.
Kveðja úr kyrrðinni á Hvanneyri, Sveinbjörn
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.