Blóð er þykkara en vatn

Afastelpur

Kæru félagar og vinir.

Á sama tíma og frambjóðendur lýstu ágæti sínu á fundi í Borgarnesi lá elsta dóttir mín á sæng.  Á sömu stundu og ég lýsti í lokaorðum framtíðarsýn Framsóknarmanna í sveitarfélaginu okkar allra þá fæddi hún dóttur sem nefnd hefur verið Hulda.

Ég velti því fyrir mér svona í amstri þessara ströngu daga hvað er í raun sem gefur lífinu gildi.  ER það ekki að fylgjast með fólkinu sínu, hvernig það stígur fyrstu skrefin og hvernig það fótar sig í lífinu.  Það að sjá líf kvikna, hvernig það er umvafið hlýju sinna nánustu og hvernig megi létta því lífið.  Er það ekki í raun það sem lífið snýst um og annað er sem hjóm hjá því.

Þannig er tilfinningin í brjósti mínu þessa stundina þegar ég er ný kominn heim eftir að hafa litið rósina og vaggað henni í svefn í örmum mínum.  Þá sannfærist maður enn einu sinni um að blóð er þykkara en vatn.

 Kveðja Sveinbjörn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband