Dagur í Kolbeinsstaðahreppi

Góðan daginn kæru vinir.

Mánudaginn 15. maí lá leið mín um Kolbeinsstaðahreppinn og reyndar lengra því ég byrjaði daginn á að heimsækja Jóhönnu skólastjóra í Laugagerðisskóla og hennar fólk.  Ég fékk það sterkt á tilfinninguna að í Laugagerði sé rekið skemmtilegt skólasamfélag.  Ekki síst er samstaða heimamanna aðdáunarverð.  Það sést best á því að daginn eftir hafði Heimili og Skóli akveðið að verðlauna foreldrafélagið fyrir vel unnin störf.  Ómetanlegt fyrir svona stofnun að hafa sterkt foreldrafélag.

Þá keyrði ég á nokkra bæi og átti góðar stundir með Kolhreppingum.  Ég er alltaf að verða sannfærðari um að það var rétt að Kolhreppingar tækju þátt í þessari sameiningu.

Um kvöldið var opinn fundur allra framboða í Lindartungu.  Ég hafði góða reynslu af fundahöldum í Lindartungu og vænti því mikils af fundinum.  Það sannaðist hins vegar að pólitík á ekki roð í sauðkindina og mæting var lítil.  Fundurinn var hins vegar skemmtilegur og frambjóðendur fengu ágæta málfundaræfingu ekki síst ég og Sigurður vinur minn í Hraunholtum.  Alltaf gaman að glíma við Sigurð enda flytur hann mál sitt af þunga og gott ef hann er ekki enn trúr hugsjónum sínum.  Það á hins vegar ekki við um ýmsa þá aðra sem kenna sig nú við breiðfylkingu félagshyggju.   Mikið held ég að þeir hefðu nú gott af því að koma í pólitíska endurhæfingu hjá okkur Framsóknarmönnum.

 Kveðja Sveinbjörn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband