Menning á Vesturlandi

Ágætu vinir.

Ég var viðstaddur fyrstu úthlutum styrkja frá menningarráði Vesturlands í gær.  Úthlutunin fór fram í húsakynnum Landnámsseturs í Borgarnesi.

Gaman var að sjá hversu fjölbreytt sú menning var sem hlaut náð fyrir augum úthlutnarnefndar.  Mikil gróska er í þessum atvinnuvegi og hugmyndirnar óþrjótandi.  Samt er það svo að seint fá allir það sem þeir óska eftir en þá er ekki annað að gera en þróa verkefnið betur og gefast ekki upp.  Við erum að upplifa það að hlutur menningar í atvinnustarfsemi vex stöðugt og við verðum að hlúa vel að þeim vaxtarsprotum sem nú eru að skjótast upp úr frjóum jarðvegi menningar og sögu hér í landshlutanum

Hæðsta styrkinn að þessu sinni hlaut Landnámssetrið i Borgarnesi og kom það ekki á óvart.  Gaman var líka að sjá rausnarlegan styrk til Snorrastofu þar sem Bergur Þorgeirsson minn ágæti  vinur spinnur skemmtilega hvern þann þráð er glæðir söguna í Reykholti lífi.

Ég vil óska öllum þeim er fengu úthlutun í gær til hamingju með styrkinn og hvetja aðra til að vinna vel að sínu.

 

Kveðja Sveinbjörn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband