Sparisjóður Mýrasýslu

Í gær birti SPM reikninga sína fyrir liðið ár.  Ég má til með að óska þeim sparisjóðsmönnum og okkur öllum til hamingju með þennan góða árangur.

Hagnaður upp á nærri einnoghálfan milljarð eru engir smáaurar.  Til samanburðar má nefna að heildartekjur Borgarbyggðar eru áætlaðar um tveir milljarðar á næsta ári.

Við skulum ekki gleyma því að SPM er alfarið í eign sveitarfélagsins og hefur oft tekið á með samfélaginu í góðum málum.  Geta hans til slíks hefur trúlega aldrei verið meiri.  Sameiginlega verða sveitarstjórn, stjórn SPM og fulltrúaráð að fara yfir með hvaða hætti það má verða. 

Segi ég þetta vegna þess að ég ætla að "þjóðnýta" hagnað SPM?

Nei það geri ég ekki en það vekur óneitanlega athygli að eftir þetta góða ár leggur stjórnin til að eigandanum, sveitarfélaginu Borgarbyggð, verði greiddar heilar þrjármilljónirogeitthundraðþúsund í arð.  Merkilega lítið en....  Reglur um arðgreiðslur miðast við stofnfé.

Lífið er oft svo einkennilega skrítið.

Kveðja Sveinbjörn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband