Byggjum betra samfélag

Sælir ágætu sveitungar.

Hjálögð er grein sem send var okkar ágæta blaði Skessuhorni til birtingar.

Miklar breytingar verða í sveitarstjórnarmálum í Borgarfirði, á Mýrum og í Kolbeinsstaðahreppi þegar þessi sveitarfélög sameinast nú í vor.  Í fyrsta skipti gerist það að sveitarfélög eru sameinuð yfir þrjár sýslur og þó þessi sveitarfélög myndi heildstætt atvinnu og þjónustusvæði þá er margt ólíkt með þeim.  Þess vegna leggja Framsóknarmenn mikla áherslu á það að strax frá upphafi verði menn meðvitaðir um ólíka uppbyggingu og stjórnsýslan taki mið af þessum mun.  Það verður að tryggja að okkar ágæta samfélag finni sig í einni heild frekar en að hlutar þess upplifi sig sem afgangsstærð.  Vinni menn markvisst út frá þessari stefnu strax frá upphafi eru allar líkur á að þetta takist.  Framsóknarmenn eru nú að kynna áherslur sínar fyrir kosningar í vor.  Skilvirk og opin stjórnsýsla er þar ofarlega í áhersluröð ásamt því að byggja upp fjölskylduvænt samfélag þar sem fólki finnst gott að búa.  Við stefnum að leikskólarýmum fyrir öll okkar börn frá 18 mánaða aldri og við ætlum að standa vörð um grunnskólastarfið eins og það er rekið nú.  Við vitum að þar er unnið gott starf og þó auðveldlega megi sýna fram á hagræðingu í skólastarfi þá miðast allir þeir útreikningar við stöðu dagsins í dag en taka ekki tillit til þeirrar þróunar sem er á svæðinu.  Hún mun ráða miklu meiru um framhaldið en stundarhagsmunir.Frambjóðendur Framsóknarflokksins fagna skoðanaskiptum við kjósendur og óska eftir að þeir hafi samband þannig að hægt verði að ræða áherslur og framtíðarsýn.  Sjálfur hef ég verið að setja hugrenningar mínar á blað á blogsíðu minni sveinbjorne.blog.is og hvet ég ykkur til að lesa þær.  Þar má einnig leggja fram spurningar og skal ég  svara þeim eins og kostur er.Framsóknarmenn eru tilbúnir að takast á við framtíðina.  Við leggjum fram skýrar áherslur og við trúum að með þeim takist okkur saman að byggja upp betra samfélag. 

Kveðja til ykkar allra, Sveinbjörn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband