Þögnin rofin

Tel að þögnin sé orðin nógu löng og nú sé rétt að leggja af stað að nýju.  Af ýmsu er að taka, ekki síst í sveitarstjórnarmálunum og vonandi gefa þau innblástur. 

Ég hef ekki farið í felur með það að úrslit kosninganna síðastliðið vor urðu mér mikil vonbrigði og þá ekki síður að það fór eins og spáð var að Borgarlistinn og sjálfstæðismenn höfðu engan áhuga á að ræða við okkur Framsóknarmenn um samstarf.  Þeir höfðu löngu ákveðið að vinna saman þó þeir segðust ganga óbundnir til kosninga.  Hlutskipti mitt er því að vera í minnihluta og þó ég hafi valið þann kost að berja ekki bumbur á torgum þá reyni ég að veita aðhald sem oft hefur tekist bara vel og þeir hafa tekið tillit til skoðanna okkar Framsóknarmanna.  Því ber að fagna.

 Oft verður maður þó súr þegar í ljós kemur að framganga mála er ákveðin fyrirfram en slíkt er hlutskipti okkar minnihluta manna.

En það er alltaf von og meðan svo er töltir maður áfram og reynir að koma góðum málum til skila.

Kveðja úr sveitinni, Sveinbjörn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband