8.5.2006 | 17:29
Málefnaskrá Sjálfstæðisflokksins
Ágætu vinir.
Sjálfstæðismenn hafa sent út stefnuskrá sína fyrir komandi kosningar. Ég var að glugga í hana í hádeginu og verð að segja að mér líst bara þokkalega á. Úr þessari stefnuskrá má lesa ágætan metnað fyrir hönd nýs sveitarfélags og framtíðarsýnin er bara ágæt.
En...hvar voru þessi metnaðarfullu áhersluatriði í Borgarbyggð þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið ríkjum, á því kjörtímabili sem nú er að ljúka? Hvar voru skipulagsmálin? Ferlimál fatlaðra? Lóðamálin á kostnaðarverði? Leikskólapláss fyrir tveggja ára börn? Fréttir af stjórn bæjarins?, svo einhver atriði séu nefnd.
En ég hlýt auðvitað að fagna því að Sjálfstæðismenn ætli að taka sig á og ef þeir meina eitthvað með því, óska ég þeim bara til hamingju.
Kveðja úr sólinni, Sveinbjörn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.