15.5.2010 | 16:42
Morgunkaffi og Raftar
Stundum eru það litlu hlutirnir sem gefa lífinu gildi. Ég bauð í morgunkaffi hér í Hvannatúni og fékk fullt af gestum. Það gladdi okkur Vildísi. Sumir komu til að sýna stuðning og aðrir til að ræða ákveðin mál og forvitnast um hvert flokkurinn ætlaði sér. Mjög gaman þegar það gerist. Eftir stendur minning um góðan morgun og gott fólk.
Þeir færðust meira í fang Raftarnir í Borgarnesi í dag. Stórhátíð í og við menntaskólann. Mjög mikið af fólki og ótrúlega flott hjól. Ég hafði þó mest gaman að því að sjá fólkið. Fullt af venjulegu fólki hafði gjörbreytt um svip. Virðulegustu menn og konur komin í þykk leðurdress með allskyns varnartólum þannig að allir sýnast helmingi herðabreiðari en þeir eru vanalega. Féll alveg fyrir þessu. Ákvað að drífa mig heim áður en ég seldi hestana og keypti hjól....og leður dress.
Til hamingju Raftar með glæsilegan dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.