Persónur og leikendur

Það er hverju sveitarfélagi mikilvægt að hafa persónur sem fylgjast vel með starfi þess og kjörinna fulltrúa.  Einn slíkur er Ingimundur Grétarsson.  Þess vegna kom mér á óvart grein hans hér á Skessuhorn.is þar sem hann spyr hvor við Bjarki séum best til þess fallnir til að stjórna Borgarbyggð áfram?  Hann segir jafnframt orðrétt í grein sinni „…Verðskulda starfshættir þeirra á líðandi kjörtímabili og staða sveitarsjóðs þá niðurstöðu?...“

Ingimundur veit manna best að Framsóknarflokkurinn hefur ekki verið í meirihluta hér í sveitarfélaginu nema mjög lítinn tíma á þessu kjörtímabili. Hálft árið 2009 í þjóðstjórn og frá því í janúar á þessu ári með Sjálfstæðisflokknum.  Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylking og Vinstri grænir voru hér við völd á dögum „víns og rósa“ og því merkilegt að Ingimundur, eins og hann fylgist vel með, vilji koma þeim „heiðri“ á Framsóknarflokkin og þá helst mig persónulega.  Sjálfur veit hann miklu betur. Hann veit líka að síðan Framsóknarflokkurinn kom í meirihluta hefur staða sveitarsjóðs batnað verulega, en það hefur ekki verið sársaukalaust.

Ég velti einnig fyrir mér hvers vegna Ingimundur vill persónugera pólitíkina.  Hér eru vissulega persónur í kjöri fyrir ákveðin framboð.  En hvaða framboðum hentar best að komast frá ábyrgð þessa kjörtímabils og fela sig baka við persónur og leikendur? Ekki Framsóknarflokknum, svo mikið er víst.


Bloggfærslur 24. maí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband