Guðlaugur Þór í "góðum" málum!!!

Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra er á margan hátt athyglisverður einstaklingur.  Ég velti hins vegar fyrir mér hvort margt sem hann lætur út sér sé mjög vel grundað.

Hann var í viðtali á Bylgjunni í morgun.  þar var hann spurður um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu t.d. á Suðurnesjum. 

Guðlaugur kannaðist ekki við neinn niðurskurð.  Hins vegar kannaðist hann við að stofnunum hafi verið skrifað og þær beðnar um hugmyndir!!!  Hugmyndir, já einmitt.

Er Guðlaugur að ýja að því að meðferð stofnana á fé sé með þeim hætti að það þurfi bara góðar hugmyndir og þá sé hægt að spara fé en viðhalda þjónustustigi????

Þetta verður Guðlaugur Þór að skýra betur fyrir þjóðinni - allavega fyrir mér.


Bloggfærslur 25. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband