Á fullri ferð.....

Flokksþing okkar Framsóknarmanna var stórkostlegt.  Grasrótin tók völdin.  Í lok þingsins var ekki um að villast að hún hefur skýra sýn á stefnuna, stefnu samvinnu og félagshyggju.  Nú eru okkur allir vegir færir.

Þjóðin tók eftir þessu og núna örfáum dögum eftir þingið mælist flokkurinn með 17% fylgi.  Skoðanakannanir skal taka með fullri varúð en fyrr má nú vera.  Úr 6% í 17%, sérdeilis glæsilegt og til hamingju félagar.

Sigmundur stimplar sig vel inn í pólitíkina.  Tilboð okkar um að verja vinstri stjórn falli var flott.  Það er ekki öllum gefið pólitískt nef.

Nú er bara að standa sig áfram.  Tala ekki af sér og fara ekki í yfirboð sem ekki er hægt að standa við.

Áfram nú Framsóknarmenn.  Nýtum byrinn og siglum seglum þöndum.  Og gerum það á forsendum hins almenna flokksmanns, sem aldrei missti trúna á gömlu gildin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband