EB og krónan

Öll umræða um EB-aðild og gjaldmiðil er að mínu mati marklaus um þessar mundir.

EB-sinnar "misnota" efnahagsástandið málefninu til framgangs.  Þó er það vitað að EB-aðild kemur ekki til greina fyrr en við höfum náð tökum á ástandinu.  Þegar það gerist verður ekki sama ástæða til að tala niður krónuna.

Á sama tíma eru EB-andstæðingar, eins og ég, fullir fordóma á afleiðingum inngöngu.  Sjálfstæðið glatað - auðlindirnar fara úr okkar umsjá - Brussel tekur völdin.

Velti því fyrir mér hvernig almenningur getur tekið hlutlausa afstöðu þegar þannig er varið.

Umræðan er annarsvegar MEÐ og hins vegar Á MÓTI.  Það er enginn sem veltir fyrir sér hlutlaust kostum og göllum.

Á meðan svo er þá er ekki von á góðu.  Er einhver von til þess að það breytist??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Það eru örugglega margir að hugsa á þessum nótum. Mitt innlegg er hugmynd um hlutlausa handbók á hvert heimili sem yrði grunnur að málefnalegri umræðu. Birti hana á bloggi fyrir rúmri viku undir yfirskriftinni "Maastricht á mannamáli".

http://maeglika.blog.is/blog/maeglika/entry/713332/

Haraldur Hansson, 24.11.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband