Innflytjendur - líka manneskjur

Á byggðaráðsfundi í morgun var kynnt tillaga að stefnu í málefnum innflytjenda í sveitarfélaginu.  tillögurnar voru unnar af starfshópi pólitíkusa og embættismanna.

Ég lét bóka að ég hefði velþóknun á vinnunni og tillögunum. 

Bætti við að þær hefðu verið enn betri ef fram hefði komið hvaða starfsmaður (starfsheiti) bæri ábyrgð á málaflokknum.  Auðvitað er alveg galið að það sé ekki ljóst hvaða starfsmaður fer með málaflokkinn, hvort sem hann leysir einn öll mál eða ekki.  Það kann að vera nógu erfitt fyrir "mállausa" innflytjendur að koma á skrifstofuna svo þeir þurfi ekki fyrst að reyna að gera grein fyrir sjálfum sér og erindi sínu í afgreiðlsunni.

Bætti einnig við að mér hefði þótt betra að hópurinn hefði reynt að kostnaðarmeta tillögur sínar, ekki síst þar sem þetta er í fyrsta sinn sem sveitarfélagið setur sér stefnu í málaflokknum.

Það skemmtilega gerðist var að Finnbogi Rögnvaldsson tók undir skoðanir mínar um að það þyrfti að kostnaðarmeta tillögurnar, með annarri bókun.   Það ætti ekki að gera það strax!!!!! heldur bara þegar stefnan verður sett í framkvæmd.

Mín skoðun er sú að við höfum nóg af stefnum sem ekki eru í framkvæmd og nægir þar að nefna Staðardagskrá 21.  Ef við setjum okkur stefnu í innflytjendamálum eigum við að hafa metnað til að framkvæma hana og þess vegna þurfum við að vita hvað hún kostar.  Ekki seinna --- heldur nákvæmlega núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband