Landnámsetur í Borgarnesi

Sæl öll.

 Ég var viðstaddur opnun Landnámsseturs í Borgarnesi í gær ásamt fjölmenni.  Fyllsta ástæða er til að óska Sigríði Margréti Guðmundsdóttur, Kjartani Ragnarsyni og okkur öllum til hamingju með þennan stað.  Með nútímatækni er sagan gerð ljóslifandi og ég átti auðvelt með að lifa mig inn í landtöku landnámsmanna, þegar ég stóð í stafni knerris sem hreyfðist eftir sjólagi.  Þá er texti sem Hallmar Sigurðsson les fyrir sýningargesti skýr og lifandi.  Virkilega flott.

Landnámssetur mun án efa verða eftirsóttur staður af ferðamönnum, bæði innlendum og útlendum og auka straum ferðamanna um Borgarfjörð.  Staðurinn bíður upp á svo margt.  þar er sýning, leiksýning og veitingastaður, upplagður staður fyrir hópa að stoppa á og njóta stundarinnar.  Enda leið ekki langt fram á daginn þar til fyrsti hópurinn var kominn.  Hér er sýnilega ekki legið á liði sínu.

Hér er kærkomin viðbót við menningar- og ferðaþjónustuflóru Borgarfjarðar.  Ég skora á sem flesta að skoða staðinn og drífa þangað gesti sína, þeir verða ekki fyrir vonbrigðum.

Kveðja úr sólinni á Hvanneyri, Sveinbjörn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband